tisa: Noël

þriðjudagur, desember 27, 2005

Noël

Jólin að verða búin og ég er eins og tunna í laginu. Eins og eftir hver jól.

En niðurstöðurnar eru komnar inn...

Gjöfin sem vann jólin 2005 er:

Kindahúfa.

Góðhjartaða systir mín puðaði og puðaði til að prjóna handa mér þessa húfu með kindum.


Nú eru bara áramótin eftir og síðan fer allt 'back to normal'
Skóli og slydda.

Jólin voru ágæt.
Jólaboð eru það ekki.

Ég fór í jólaboðamaraþon annan í jólum.

Frá kl. 12-20 var ég í jólaboðum. Þrjú til samans, ég náði hámarki saddsins. Hreint út sagt ekki góð tilfinning.

Engin fleyrir boð þar til næstu jól. Fjúff.


Best að skófla í tunnuna.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 20:43

7 comments